fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Hló að hugmyndinni um að hann myndi spila frammi – ,,Meira bullið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. mars 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Merino hefur undanfarið spilað sem framherji hjá enska stórliðinu Arsenal en hann er þekktastur fyrir það að spila á miðjunni.

Arsenal er með fáa valkosti í fremstu víglínu í dag vegna meiðsla og þess vegna hefur Merino tekið að sér óvænt hlutverk.

Spánverjinn viðurkennir að hann hafi hlegið að hugmyndinni til að byrja með áður en hann fékk orð í eyra frá stjóra liðsins, Mikel Arteta.

,,Við vorum í æfingaferð í Dubai og Kai Havertz varð fyrir því óláni að meiðast. Margir voru meiddir og það eru fáir sóknarmenn til staðar,“ sagði Merino.

,,Á samskiptamiðlum og í skilaboðum frá vinum mínum þá var það nefnt að ég myndi spila frammi en ég hló bara að þessu. Ég hugsaði að þetta væri meira bullið.“

,,Daginn fyrir leikinn gegn Leicester þá var það nefnt að ég gæti spilað sem framherji, fölsk nía; einhver sem droppað aftar til að hjálpa miðvörðunum.“

,,Mikel Arteta spurði mig hvort þetta væri í lagi og ég svaraði einfaldlega að ég myndi gera það sem hann þyrfti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórliðið setur Rasmus Hojlund efstan á óskalista sinn

Stórliðið setur Rasmus Hojlund efstan á óskalista sinn
433Sport
Í gær

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum í París í kvöld – Fáum við dramatík og læti?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum í París í kvöld – Fáum við dramatík og læti?