fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Staðfestir að það sé stutt í fyrstu mínúturnar í langan tíma

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. mars 2025 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cesc Fabregas, stjóri Como á Ítalíu, hefur staðfest það að það sé stutt í að Dele Alli fái sitt fyrsta tækifæri sem leikmaður liðsins.

Alli sem er fyrrum undrabarn Tottenham og var síðar mikilvægur leikmaður liðsins hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla og andlegra vandamála.

Fabregas ákvað að fá Alli til Como á Ítalíu á frjálsri sölu en hann hefur verið á bekknum í síðustu leikjum án þess að fá spilatíma.

,,Hann ferðaðist með okkur en hann er ekki tilbúinn í að spila ennþá, hann verður aftur á bekknum í næsta leik en svo sjáum við til,“ sagði Fabregas.

,,Ég þarf að sjá rétta tækifærið fyrir hann að koma inn í leikinn. Við þurfum að leiðbeina honum og sjá um hann. Við þurfum að hann sé í sínu besta standi þegar hann tekur þátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær