fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Vardy sagður hafa meiri áhrif en Van Nistelrooy

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 19:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, ku vera ósáttur með þau áhrif sem fyrirliði liðsins Jamie Vardy hefur á bæði stjórn félagsins og leikmenn liðsins.

Football Insider fjallar um málið en Van Nistelrooy tók við Leicester fyrr á tímabilinu og hefur gengið verið afskaplega slæmt undanfarnar vikur.

Vardy er goðsögn hjá Leicester og ber fyrirliðabandið en hann hefur spilað með félaginu frá árinu 2012.

Samband Vardy við eiganda Leicester, Aiyawatt Srivaddhanaprabha er talið mjög gott og samkvæmt fréttinni þá hlustar eigandinn meira á orð Vardy en það sem Van Nistelrooy hefur að segja.

Það er eitthvað sem Van Nistelrooy er talinn hafa áhyggjur af en hann mun líklega fá að stýra liðinu út tímabilið en óvíst er hvað gerist í sumar.

Að sama skapi þá líta flestir ef ekki allir leikmenn Leicester upp til Vardy sem varð 38 ára gamall á þessu ári en er enn í fullu fjöri í framlínunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár