fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

Kristjana stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar fyrirtæki með Gumma Kíró

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. mars 2025 11:59

Kristjana Björk Barðdal. Mynd/Nína Sigrún

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumkvöðullinn Kristjana Björk Barðdal stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar nýtt fyrirtæki ásamt áhrifavaldinum og kírópraktornum Guðmundi Birki Pálmasyni, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hún hefur verið umboðsmaður Gumma síðan í sumar og nú opna þau umboðsskrifstofu fyrir áhrifavalda, Atelier Agency.

Kristjana ræðir um þetta ævintýri í nýjasta þætti af Fókus, spjallþætti DV.

Horfðu á þáttinn hér að neðan eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Í febrúar sagði Kristjana upp vinnunni sinni til tæplega fimm ára. „Ég lærði þar mjög margt en ég fann að ég var tilbúin að taka næsta skref, aðeins að hoppa út í djúpu laugina og fara all in í frumkvöðlabransann og stofna fyrirtæki,“ segir hún.

Kristjana viðurkennir að þetta sé í senn spennandi og krefjandi. „En ég vissi alltaf að ég væri að fara út í sjálfstæðan rekstur einhvern tímann.“

Kristjana og Gummi. Mynd/Arnór Trausti

Atelier Agency

Kristjana og Gummi hafa verið að vinna saman síðan síðasta sumar, en þá hóf hún störf sem umboðsmaðurinn hans. Samstarfið hefur gengið vonum framar, hún stökk á vagninn með hlaðvarpið Tölum um og voru þau að koma Atelier Agency á laggirnar á dögunum.

„Atelier þýðir vinnustofa á frönsku, þetta er oft notað um rými eða hópa af listafólki,“ segir hún.

Kristjana og Gummi kynntust síðasta vor við framboð Höllu Tómasdóttur, en Kristjana var í samfélagsmiðlateymi forsetans.

„Við fundum að við vorum að gera hlutina aðeins öðruvísi en fólk bjóst við og þannig fundum við að það er vöntun fyrir fleiri umboðsskrifstofur. Og kannski okkar sérstaða er að okkur langar að búa til samfélag af áhrifavöldum sem geta unnið saman og stutt hvert annað,“ segir Kristjana.

Hver sem er getur orðið að áhrifavaldi að hennar sögn, þú þarft bara að vera tilbúin að leggja vinnuna á þig. „Maður þarf að gera sér grein fyrir því hvað þetta er mikil vinna, en ef þú setur vinnuna inn þá mun þetta alltaf ganga upp,“ segir hún.

Mikill hraði og mikið stuð

Kristjana býr yfir víðamikilli reynslu úr ýmsum áttum. Hún kláraði iðnaðarverkfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands og bætti svo við sig meistaragráðu í iðnaðarverkfræði. Kristjana var mjög virk í félagslífinu í skóla og hefur setið í ótal nefndum, samtökum og stjórnum, bæði í námi og eftir það.

„Ég hef lítið verið í námi tengt markaðsmálum en alltaf haft áhuga á því,“ segir Kristjana, sem fékk að spreyta sig í öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún hefur sinnt í gegnum árin.

„Í tölvunarfræðinni stofnaði ég Hakkaþon með vinkonum mínum sem er nýsköpunarkeppni sem fer fram á mjög stuttum tíma með fókus á tækni. Þar kynntist ég frumkvöðla-, nýsköpunarheiminum og það á rosa vel við mig. Mikill hraði, mikið stuð, mikið gaman, mikið af hugmyndum. Við stofnuðum líka Ada, félag kvenna í upplýsingatækni.“

Kristjana ræðir nánar um Atelier Agency, áhrifavaldabransann á Íslandi og hvert hún telji hann vera að stefna í þættinum. Horfðu á hann hér að ofan eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Kristjönu á Instagram, TikTok eða LinkedIn. Hún heldur einnig úti vefsíðunni barddal.is.
Hlustaðu á hlaðvarpið Tölum um á Spotify og til að kynna þér Atelier Agency smelltu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“
Fókus
Í gær

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“
Hide picture