fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Vandræðagemsinn stelur fyrirsögnunum enn á ný: „Kvaddi fjölskylduna, fór út á lífið með tveimur stelpum og eyddi milljón“

433
Mánudaginn 3. mars 2025 08:30

Walker með annarri konunni kvöldið sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker, leikmaður AC Milan á láni frá Manchester City, hefur komið sér í fréttirnar enn á ný og þarf það ekki að koma neinum á óvart að þær hafi lítið með knattspyrnu að gera.

Walker gekk í raðir Milan frá City í janúar og gætu skiptin orðið endanleg í sumar, en margir tóku eftir því að farið væri að hægjast á kappanum í ensku úrvalsdeildinni. Þá er talið að hluti ástæðunnar fyrir því að bakvörðurinn flutti frá Englandi væri tengd málum hans utan vallar. Framhjáhald Walker hefur verið í brennidepli. Hann er giftur Annie Kilner og á með henni fjögur börn en hefur barnað konu að nafni Lauryn Goodman tvisvar.

Walker með annarri konunni kvöldið sem um ræðir.

Walker og Kilner eru sögð vera að skilja en reyna að halda samskiptum sínum á góðu nótunum, barna sinna vegna. Hún flutti ekki með honum til Ítalíu en kíkti í heimsókn með synina á dögunum. Sáust þau til að mynda versla saman en kvöldið eftir var Walker mættur á skemmtistað með tveimur öðrum konum, eftir að fjölskylda hans var floginn heim til Englands. Um er að ræða stað sem þekktur er á meðal ríka og fræga fólksins í Mílanó og eyddi Walker tæpri milljón íslenskra króna þar í borð á góðum stað og áfengi.

Heimildamenn breska götublaðsins The Sun segja að Walker hafi virkað í ansi góðum gír með stelpunum tveimur og hóp sem hitti þau síðar um kvöldið. Fólkið í kringum leikmanninn vill þó meina að hann hafi ekki drukkið neitt áfengi þetta kvöld. Flestir eru þó á því að þetta líti ekki vel út svona rétt eftir að hann kvaddi fjölskyldu sína og í ljósi vandræðanna sem hafa verið á leikmanninum utan vallar.

Walker hafði verið að glíma við meiðsli þegar þessi uppákoma átti sér stað en hann spilaði hins vegar með Milan í tapi gegn Lazio í Serie A í gær.

Walker með eiginkonu sinni, Annie Kilner, daginn áður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“