fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Hjálmar Örn leikur eldri útgáfuna af Bolla Má í auglýsingu Mottumars

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2025 20:47

Hjálmar Örn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný sjónvarpsauglýsing fyrir Mottumars var frumsýnd í kvöld. Bolli Már og Hjálmar Örn, skemmtikraftar og útvarpsmenn á K100 fara með aðalhlutverkið í auglýsingunni. Boðskapur Mottumars í ár er „Ertu að grínast með þinn lífsstíl?” en honum er ætlað að vekja athygli karlmanna á lífsstílstengdum áhættuþáttum.

Bolli og strákarnir

Þriðjungur krabbameinsgreininga tengjast lífsstíl

Krabbameinsfélagið vill vekja athygli á því að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að það sé ekki hægt að tryggja sig gegn því að fá krabbamein, þá er hægt að draga úr líkunum á krabbameinum með því að huga að heilbrigðum lífsstíl. Má þar nefna:

  • Reykja hvorki né nota tóbak
  • Hreyfa sig reglulega
  • Sleppa eða draga úr áfengisneyslu
  • Huga að heilsusamlegu mataræði
  • Stefna að hæfilegri líkamsþyngd
  • Vernda sig gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki

Óheilsusamlegur lífsstíll er summan af mörgum litlum, slæmum ákvörðunum sem teknar eru hversdagslega yfir langan tíma. Hver og ein ákvörðun vegur ekki þungt en samanlagt geta þær skaðað heilsuna og meðal annars aukið líkurnar á krabbameinum.

Skellihlæjandi í sukkinu

Í auglýsingunni er fylgst með ungum manni (Bolla Má) sem er skellihlæjandi í góðri stemningu með góðum félögum. Þeir drekka, reykja, borða ruslfæði og þegar tími gefst, kíkja þeir í ljósabekki.

Um tveimur áratugum síðar, þá er söguhetjan (Hjálmar Örn) enn skellihlæjandi í sukkinu, en hann er nú einn síns liðs þar sem félagarnir virðast hafa fengið sig fullsadda af téðum lífsstíl. Þessar óheilbrigðu lífsvenjur, yfir langan tíma koma að lokum í bakið á söguhetjunni.

Lagið „Líf ertu að grínast” með Prins Póló er spilað undir auglýsingunni.

Vörumerkjastofan Tvist vann auglýsinguna með Krabbameinsfélaginu. Framleiðsla og kvikmyndataka var á vegum Republik og Magnús Leifsson leikstýrði.

Mottumarssokkar úr smiðju Prins Póló

Mottumarssokkarnir í ár eru hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs og eiganda Havarí, í samstarfi við Björn Þór Björnsson (Bobby Breiðholt). Björn hefur undanfarin ár tekið að sér að viðhalda safni myndrænna sköpunarverka Svavars Péturs sem lést úr krabbameini árið 2022. Svavar Pétur var best þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Hönnun sokkana byggir á kórónunni sem var hans helsta og íkonískasta tákn.

Allur ágóði af sölu sokkanna rennur til rannsókna-, fræðslu- og stuðningsstarfs Krabbameinsfélagsins.

Berglind og Bobby-Hönnuðir sokkanna

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“