fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var aðeins farið yfir áætlanir spænska stórveldisins Real Madrid fyrir komandi félagaskiptaglugga í sumar í spænska miðlinum Relevo.

Efstur á óskalista Real Madrid fyrir sumarið er Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Samkvæmt Relevo er félagið nánast búið að semja við bakvörðinn, sem er að renna út af samningi á Anfield og má því fara frítt í sumar.

Það er eina ákvörðunin sem Real Madrid hefur tekið nú þegar og mun það bíða þar til í lok tímabils með aðrar stórar ákvarðanir er snúa að félagaskiptaglugganum.

Heilt yfir eru æðstu menn félagsins ánægðir með leikmannahópinn eins og hann er en horfa til þess að bæta við ungum leikmönnum og vinstri bakverði, auk Trent.

Það gæti þó farið svo að félagið fari í frekari styrkingar ef Real Madrid mistekst að vinna þá titla sem það er á eftir á tímabilinu eða þá ef Vinicius Junior fer óvænt til Sádi-Arabíu, en Sádar eru sagðir til í að gera Brasilíumanninn að dýrasta leikmanni heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar