fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var aðeins farið yfir áætlanir spænska stórveldisins Real Madrid fyrir komandi félagaskiptaglugga í sumar í spænska miðlinum Relevo.

Efstur á óskalista Real Madrid fyrir sumarið er Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Samkvæmt Relevo er félagið nánast búið að semja við bakvörðinn, sem er að renna út af samningi á Anfield og má því fara frítt í sumar.

Það er eina ákvörðunin sem Real Madrid hefur tekið nú þegar og mun það bíða þar til í lok tímabils með aðrar stórar ákvarðanir er snúa að félagaskiptaglugganum.

Heilt yfir eru æðstu menn félagsins ánægðir með leikmannahópinn eins og hann er en horfa til þess að bæta við ungum leikmönnum og vinstri bakverði, auk Trent.

Það gæti þó farið svo að félagið fari í frekari styrkingar ef Real Madrid mistekst að vinna þá titla sem það er á eftir á tímabilinu eða þá ef Vinicius Junior fer óvænt til Sádi-Arabíu, en Sádar eru sagðir til í að gera Brasilíumanninn að dýrasta leikmanni heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram