fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 09:00

Hera Rún Ragnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hera Rún Ragnarsdóttir, leikkona, athafnakona og hlaðvarpsstjórnandi, og kærasti hennar, Hlynur, fögnuðu nýverið sex mánaða sambandsafmæli. Það mætti segja að ástarsaga þeirra sé aldeilis nútímaleg en þau kynntust á stefnumótaforriti og rifjar hún upp þeirra fyrsta stefnumót í Fókus.

Hera er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Hera var að koma úr þrettán ára löngu sambandi og finna sig upp á nýtt þegar ástin bankaði upp á. Hún viðurkennir að það hafi verið áhugaverð upplifun að byrja að deita aftur en stefnumótaheimurinn hafði breyst mikið frá því að hún var síðast einhleyp, eins og tilkoma stefnumótaforrita eins og Tinder og Smitten.

„Það var ógeðslega skrýtið,“ segir hún hlæjandi. Hún ákvað samt að prófa að skrá sig, sem aldeilis borgaði sig.

Hádegisverður í blómabúð

Parið kynntist á Smitten og rifjar Hera upp þeirra fyrsta stefnumót.

„Á þessum tíma átti ég blómabúð, sem hét Ísblóm. Við byrjuðum að spjalla og svo spurði hann hvort hann mætti koma og kíkja upp í búð með mat, svo við værum að hittast í smá hádegismat […] Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá,“ segir Hera og hlær.

Þau fengu sér að borða og gekk allt eins og í sögu.

„Hann er með ótrúlega þægilega nærveru, smellum saman og allt flæðir rosalega vel,“ segir hún.

„Sama dag bauð hann mér á stefnumót og við fórum út að borða.“

Eftir það var ekki aftur snúið. „Við höfum ekki verið aðskilin síðan, þetta var bara match made in heaven,“ segir Hera brosandi.

Hún ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Heru á Instagram og hlustaðu á hlaðvarp hennar, Á hærra plani, á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Hide picture