fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignaauglýsingar vekja jafnan mikla athygli á DV sem og öðrum miðlum. Margir að spá og spekulera sem vilja flytja sig um set, stækka eða minnka við sig, aðrir að kaupa sína fyrstu eign. Og svo eru þeir sem vilja bara sjá hvernig aðrir búa.

Í toppsætinu á DV núna er einbýlishús sem samkvæmt skráningu fasteignasölunnar er í 101 Reykjavík. Verðið hræbillegt eins og sagt er, aðeins 14,9 milljónir króna sem væri líklega verðið á bílastæði í bílakjallara fjölbýlishúss í miðborginni. Ef slíkt stæði væri í boði, en ekki boðið til leigu af fyrirtæki í eigu einkaaðila.

Húsið eldrauða sem virðist spretta beint af síðum barnabókahöfundarins ástsæla Astrid Lindgren er hins vegar í Svíþjóð, nánar tiltekið í sveitarfélaginu Hjo sem er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Gautaborg. 

Æskuheimili barnabókahöfundarins ástsæla, Astrid Lindgren, í Vimmerby í Smálöndunum. Það er þó ekki til sölu.

„Húsið hefur verið í eigu Íslendinga í mörg ár og hefur verið mikið notað,“ segir í lýsingu sem skýrir mögulega ranga landskráningu eignarinnar.

Húsið er byggt árið 1947, 228 fermetrar, ein og hálf hæð með kjallara, ásamt tvöföldum bílskúr á 1505 fermetra eignarlóð, sem er girt og gróin lóð með plómu-, peru- og eplatrjám.

Skipulag á hæð 1. Forstofa, eldhús, svefnherbergi með útgengi út á verönd, snyrting og stofa. 

Skipulag á hæð 2. Gangur með útgengi á svalir, þrjú svefnherbergi.  Massíft viðargólf á allri hæðinni. Innréttanlegar geymslur.

Skipulag í kjallara. Verkstæði, ketilrými, þvottahús, matargeymsla og geymsla.

Sænska húsið sem er til sölu, þó ekki því miður í 101.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Í gær

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“