fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Eiríkur Örn varar menntaskólakennara landsins eindregið við

Fókus
Mánudaginn 17. febrúar 2025 17:30

Eiríkur Örn Norðdahl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur beinir þeim eindregnum viðvörunarorðum til menntaskólakennara landsins og annarra sem starfa við fræðslu að vara sig á því að búið er að breyta vefslóð menningarvefsins Starafugls, sem hann ritstýrði, en gamla vefslóðin hefur verið tekin yfir af aðilum sem ekki er hægt að segja að séu að bjóða upp á mjög menningarlegt efni.

Eiríkur skrifar í færslu á Facebook:

„Athugið kæru vinir Starafugls. Á dögunum fór ég í harðvítugar sparnaðaraðgerðir og sagði upp léninu starafugl-punktur-is, sem nú hefur verið keypt af einhverjum útlendum klámkóngum sem birta þar nú sitt eigið menningarefni, ívið sjónrænna en það sem þar var fyrir. Gamla efnið er enn á netinu en nú á starafugl.norddahl.org. Sérstaklega vil ég beina því til menntaskólakennara og annarra landsins fræðara að uppfæra hlekkina í glærum sínum áður en frekari glundroði hefst af. Með innvirðulegum kveðjum frá uppgjafaritstjóra.“

Starafugl var starfræktur á árunum 2014-2020. Á vefnum var birt margs konar efni tengt menningu og listum, t.d. fréttir, gagnrýni, viðtöl og greinar en einnig voru birt frumsamin ljóð sem fólk gat sent inn.

Þótt vefurinn hafi ekki verið starfræktur í 5 ár er allt efnið enn aðgengilegt, á nýju vefslóðinni, en það er ekki óalgengt að þegar hætt er að uppfæra vefi að efnið sem þar er hverfi alfarið úr netheimum og verði engum aðgengilegt. Það hlýtur því að teljast kennurum, nemendum, áhugamönnum og fræðimönnum ánægjuefni að þetta hafa ekki orðið örlög Starafugls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“