fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Þórhildur var bara að leita að bólfélaga þegar hún kynntist Marcel – Aðalatriðið á bak við gott kynlíf

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 09:00

Þórhildur Magnúsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífs- og sambandsmarkþjálfinn Þórhildur Magnúsdóttir og kærasti hennar Marcel ætluðu sér ekki að byrja saman, þau voru bara að leita að bólfélaga.

Þau hafa nú verið saman í eitt og hálft ár en hann býr erlendis og þarf því alltaf allavega annað þeirra að stíga um borð í flugvél til að hittast. Þórhildur er gestur vikunnar í Fókus og ræðir meðal annars um opin sambönd, en hún hefur verið með eiginmanni sínum í átján ár. Hún ræðir einnig um hvað gerir kynlíf gott og hvernig gengur að vera í fjarsambandi í spilaranum hér að neðan.

Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Við spurðum Þórhildi: Hvað gerir kynlíf gott?

„Mjög stór spurning, en það fer náttúrulega eftir einstaklingum. En ég myndi segja að það sé þar sem þú getur verið að upplifa frelsi og leik, ég myndi segja að það sé aðalatriðið í því. Og það kemur frá því að það sé góð tenging, að þú upplifir öryggi með manneskjunni og svo á sama tíma þessi forvitni og það sé eitthvað spennandi til að uppgötva,“ segir hún.

Þórhildur segir að það sé einnig mikilvægt að vera opin fyrir því að uppgötva eitthvað nýtt. „Það er mikil hliðstæða við það þegar fólk missir áhugann á kynlífi þá heldur það að það viti hvað kynlíf er. Svolítið eins og þú gætir ímyndað þér: „Ég veit hvernig er að fara á McDonalds og panta þennan rétt, hann er alltaf eins, nákvæmlega eins.“ Ég held að ef fólk lítur þannig á kynlíf, að kynlíf er bara þetta og við gerum þessa hluti í þessari röð, ég veit nákvæmlega hvernig mér mun líða, þá hættir það að vera spennandi og skemmtilegt. Þannig maður þarf að vera opinn fyrir því að það komi þér á óvart hvað þú ert að fara að upplifa.“

Þórhildur útskýrir nánar í spilaranum hér að ofan. Það er einnig hægt að hlusta á þáttinn á Spotify.

Prófaðu að endurhlaða síðunni eða smella hér ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Þórhildur heldur úti vinsælu Instagram-síðunni Sundur og saman og samnefndu hlaðvarpi. Marcel hefur verið gestur í tveimur þáttum og ræddu þau nánar um kynlíf. Það er hægt að hlusta á þann þátt hér.

Það er margt spennandi fram undan hjá Þórhildi, en auk þess að bjóða upp á sambandsmarkþjálfun er hún að fara út með hóp kvenna í Fullvalda retreat. Þetta er í þriðja skipti sem hún heldur slíkan vikulangan viðburð og verður hann á Spáni í sumar að þessu sinni. Hún ræðir þetta frekar í lok þáttarins en svo má nálgast meiri upplýsingar á Instagram-síðu hennar Sundur og saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“
Hide picture