fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. janúar 2025 14:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir kröfur um eilífan dugnað og endalausa ToDo-lista taka gríðarlegan toll af heilsunni. Mikilvægt sé því að stunda sjálfsrækt með því að hlúa að sjálfum sér. Hún útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

„Sjálfsrækt er ekki endilega eitthvað epískt.

Sjálfsrækt er ekki alltaf dagur sprangandi um í rándýru spa í frottéslopp með leirmaska á smettinu.

Eða liggja á nuddbekk og láta fagmanneskju þukla á skrokknum.

Stundum er sjálfsrækt að gera minna.

Ýta á pásu.

Því flestir eru þjakaðir af dugnaðarkvíða.

Sósuð í samviskubiti ef hver nanósekúnda er ekki stútfull af  afköstum.

Setja í uppvottavélina.

Hengja uppúr þvottavélinni.

Tengjum virði okkar sem manneskju við frammistöðu og framleiðni.

Að múltítaska er æðsta form dugnaðar hjá hinum lúsiðna.

Skúra gólfið meðan við tölum við mömmu.

Svara tölvupóstum meðan við hlustum á hljóðbók um sjálfshjálp.

Setja á okkur maskara í bílnum á rauðu ljósi.

Í stöðugum samanburði við glansmyndir á samfélagsmiðlum af stórkostlegum afrekum.

Ef við erum ekki að hamast eins og rjúpan á staurnum frá dögun til dimmu vekur kvíða.

‘Ekki-nógan’ hríslast niður hrygginn.

Ekki að gera nóg eða vera nóg.“

Ragnhildur segir eilífan dugnað allar vakandi stundir taka sinn toll af heilsunni. Krónísk streita valdi ójafnvægi í líkamanum:

„Að vera lúsiðin hverja sekúndu eins og hermaur í maurabúi þykir hin mesta hetjudáð en er í raun sinubruni sem brennir okkur út ansi hratt.

Krónísk streita veldur ójafnvægi í HPA ásnum (HPA dysregulation), samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahetta.

Heilinn skynjar ógn í umhverfi og sendir skilaboð á nanósekúndu í nýrnahettur sem seyta út adrenalíni og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga.

Rannsókn í Journal of Applied Psychology sýndi að starfsmenn sem upplifðu kröfur um að vinna langan vinnudag og vera ínáanleg utan vinnutíma voru líklegri til að upplifa kulnun og andlega örmögnun.

Þess vegna getur mikilvægasta sjálfsræktin falist í að ýta á pásu.

Að kjarna okkur.

Endurstilla kerfið.

Hvað gerum við þegar síminn sýnir 10% batterí. Við lokum öllum smáforritum, setjum á flugvélastillingu og setjum hann í hleðslu.

Við þurfum stundum að gera slíkt hið sama við okkur sjálf.

Gefa skít í ‘to-do’ listann, loka á allar kröfur sem mergsjúga taugakerfið, stinga okkur í samband og hlaða batteríið.

Líkaminn er vegasalt…eða ramb eins og Hafnfirðingurinn segir.

Líkaminn vill ying og yang, upp og niður, fram og til baka, hægri vinstri…. tja tja tja…

Lotur af krepptum hnefa í vinnu og heimilisverkum á móti lotum af að gera EKKERT.

Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura.

Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma.

Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli