fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Leggur til að Ísland falbjóði sig Trump

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 11:30

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt hefur verið rætt meira undanfarið en yfirlýstan áhuga Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir 12 daga, á að Bandaríkin kaupi Grænland. Í gær gekk hann síðan skrefinu lengra og hótaði að beita hervaldi til að komast yfir eyjuna gríðarstóru. Ummælin hafa vakið mikinn skjálfta meðal Dana, sem Grænland hefur heyrt undir í árhundruði, en Grænlendingar leggja áherslu á að þeir ráði örlögum sínum sjálfir og það hefur forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, tekið undir. Íslenskum útvarpsmanni líst hins vegar vel á hugmyndir Trump um landakaup og leggur til að Ísland bjóði sig Bandaríkjunum til kaups.

Þarna er á ferðinni Jón Axel Ólafsson sem hefur starfað í útvarpi hér á landi í nokkra áratugi. Jón Axel starfar nú hjá útvarpsstöðinni K100, sem er í eigu Árvakurs útgáfufélags Morgunblaðsins, en hann er einn umsjónarmanna síðdegisþáttarins Skemmtilegri leiðin heim. Jón Axel skrifar á bandaríska samfélagsmiðilinn Facebook:

„Spurning að leita eftir tilboði? Við fengjum græna kortið, dollara og meira af country tónlist.“

Færslan fær góðar undirtektir í athugasemdum:

„NKL og ekkert vesen og verðbólga.“

„Ódýrara bensín og stærri bíla.“

Í einni athugasemd er minnt á þá staðreynd að á sjöunda áratug 19. aldar höfðu bandarísk stjórnvöld mikinn áhuga á að kaupa bæði Grænland og Ísland en gerðu aldrei lokatilboð.

Síðan þá hafa Bandaríkin ekki sýnt því áhuga á að kaupa Ísland en horfðu hýru auga til Grænlands árin 1910, 1946, 2019 og svo í fimmta sinn núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala