Við spurðum út í knattspyrnuhetjuna Sveindísi Jane Jónsdóttur og stórt verkefni sem hún mun takast á við á næsta ári.
Horfðu á spá Ellýjar hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.
Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir spilar með Wolfsburg í Þýskalandi. Hún er í íslenska landsliðinu og er hópurinn á leið á Evrópumótið í Sviss á næsta ári.
Við spurðum: Ert þú með einhver ráð fyrir hana hvernig hún getur tæklað þetta stóra verkefni, miðað við það sem þú sérð í spilunum?
„Hér er hún, sérðu birtuna í kringum hana. En það er alls konar í kringum hana. Það er fólk, hún er að semja og passa sig að brynja hjartað vel. Af því að hennar hlutverk er nú þegar ákveðið og hún er ekki komin á hæsta stig í sínum frama, þannig hún þarf að passa hjartað sitt. Ekki taka neitt persónulega, vera algjörlega einbeitt, sem hún er, vera með fókusinn alveg 200 prósent. Hún á eftir að semja um eitthvað varðandi peninga og hún á að biðja um miklu meira en hún sættir sig við.“ Ellý segir að Sveindís ætti að biðja um allt að 40 til 50 prósent meira.
„Hún fær það,“ segir Ellý.
Spána fyrir Sveindísi Jane má horfa á í spilaranum hér að ofan.
Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.
Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.
Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur
Áhrifavaldaparinu Línu Birgittu og Gumma Kíró
Næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu
Fyrrverandi forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid