fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu

Fókus
Sunnudaginn 29. desember 2024 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Home Alone-myndirnar eru enn þann dag í dag í hópi vinsælustu jólamynd veraldarinnar og fjölmargir hafa það fyrir hefð að horfa á myndirnar yfir hátíðarinnar. Það er því óhætt að fullyrða að leikarar myndarinnar eigi sér sérstakan stað í hjörtum marga jóla- og kvikmyndaáhugamanna.

Eins og alþjóð veit hefur aðalstjarna myndarinnar, Macaulay Culkin, glímt við ýmis neyslutengd vandamál eftir að barnastjarna hans dofnaði. Þau vandamál komast þó ekki í hálfkvisti við líf leikarans Devin Ratray sem lék Buzz McCallister, eldri bróður aðalsöguhetjunnar, lystilega vel.

McCallister-fjölskyldan vinsæla

Retray hefur leikið í tæplega sjötíu verkefnum, sjónvarpsþáttum sem og kvikmyndum, á ferlinum þótt að ekkert þeirra komist í hálfkvisti við Home Alone-stórmyndirnar.

Leikarinn hefur hins vegar skuggalegan feril utan hvíta tjaldsins. Árið 2017 var hann kærður af vinkonu sinni til 15 ára, Lisu Smith, fyrir nauðgun sem átti að hafa átt sér stað í New York. Málið var hins vegar aldrei rannsakað fyllilega og að endingu fellt niður, eitthvað sem Smith var afar óhress með og vakti athygli á í fjölmiðlum.

Fjórum árum síðar var Retray síðan handtekinn vegna gruns um að hafa beitt þáverandi kærustu sína ofbeldi. Í febrúar 2024 lauk málinu með því að Retray játaði sök í tveimur ákæruliðum og hlaut skilorðsbundinn dóm að launum auk nálgunarbanns gegn fyrrverandi kærustunni og kröfu um að hann myndi fara í meðferð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara