fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. desember 2024 12:30

Roy Keane / Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane hefur tjáð sig um atvik sem fáir vissu af en hann lenti eitt sinn í slagsmálum við liðsfélaga sinn Peter Schmeichel hjá Manchester United.

Keane og Schmeichel léku lengi vel saman hjá United og eru tvær goðsagnir félagsins en hafa báðir lagt skóna á hilluna.

Gary Neville, annar fyrrum leikmaður United, minnti Keane á slagsmál sem áttu sér stað í Singapore á sínum tíma í æfingaferð.

Keane og Schmeichel náðu ekki alltaf vel saman og eitt sinn fóru þeir báðir yfir strikið og slógust harkalega þar sem ekkert var gefið eftir.

,,Já, hann byrjaði þetta. Ég var að verja sjálfan mig en já þetta voru alvöru slagsmál,“ sagði Keane við Neville.

,,Augljóslega vorum við að fá okkur í glas og vorum nýkomnir úr flugi en Peter endaði kvöldið með glóðarauga. Við æfðum bara venjulega daginn eftir.“

,,Peter tók þessu vel, stundum lendirðu í slagsmálum við liðsfélagana. Það var hiti á milli mín og Peter í mörg ár og það var mikil spenna okkar á milli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera