fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, eins og við þekkjum hann betur er með nokkuð óvenjulega ósk fyrir jólin.

„Ég er svo peppaður,“ segir Emmsjé Gauti í spjalli við Kristínu Sif á K100.

Julevenner eru haldnir í áttunda sinn í ár og ákvað Emmsjé Gauti að breyta til og halda þá núna í ÍR heimilinu í stað Háskólabíós áður. Nóg er að gera hjá Emmsjé Gauta sem auk tónleikanna er að gefa út nýtt lag og þrenn spil. 

Athygli hefur vakið að Emmsjé Gauti hefur oft auglýst eftir einhverju sérstöku fyrir hverja tónleika, eitt árið auglýsti hann eftir kattabúningi og annað ár eftir ófrískum konum.

„Ég vildi fá konur sem voru settar í kringum tónleikana, 23. desember. Þær fengu frítt á tónleikana í von um að þær myndu fara af stað á sýningunni og ég segi það aftur núna. Ef það eru óléttar konur sem eiga að eiga í kringum Julevenner þá megið þið hafa samband við mig og ég er ekki einu sinni að djóka og þið fáið frítt.“ 

„Þetta snýst alltaf um að hugsa hvað get ég gert aðeins auka svo allir séu í stuði og öllum líði vel, hvað get ég meira gert? Mér finnst líka gaman að vakna á morgnana og hugsa: „Hvað get ég gert skemmtilegt í dag? Þarna fáum við að vera með tvo tíma sem eru nær því manískir, þar sem við erum að hlaða inn einhverju rugli til að maximisa hversu gaman er hægt að hafa í þessa tvo tíma,“  segir Emmsjé Gauti sem viðurkennir að hann og félagar hans nái að toppa sig árlega á jólatónleikunum. 

Hlusta má á spjallið við Emmsjé Gauta í heild sinni hér.

Senda má Emmsjé Gauta skilaboð í gegnum Facebook-síðuna hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust