fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Sú umdeilda gerði marga bálreiða: Hringdi í lögregluna vegna fyrrum eiginmannsins – Þurfti gistingu fyrir aðgerð

433
Miðvikudaginn 4. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í knattspyrnuheiminum er mikið fjallað um fyrrum ofurparið Wanda Nara og Mauro Icardi sem voru saman um langt skeið.

Þau eru nú skilin eftir langt og stormasamt samband en Wanda var bæði eiginkona og umboðskona leikmannsins.

Icardi er í dag leikmaður Galatasaray í Tyrklandi en hann er heima í Argentínu þessa stundina vegna meiðsla og er í endurhæfingu.

Icardi er í sambandi með söngkonunni Elian Valenzuela í dag eða L-Gante eins og hún er kölluð í tónlistarbransanum eftir skilnað sem átti sér stað á árinu.

Nú greina miðlar í Argentínu frá því að Wanda hafi hringt á lögregluna í síðasta mánuði og er ástæðan nokkuð furðuleg að margra mati.

Wanda gaf Icardi leyfi á að gista á fyrrum heimili þeirra í Nordelta sem er í hennar eigu þar til 25. nóvember – Icardi ákvað þó að dvelja mun lengur í húsinu.

Icardi neitaði að yfirgefa svæðið sem varð til þess að Wanda hringdi í lögregluna sem mætti á staðinn og skipaði fyrrum argentínska landsliðsmanninum að leita annað.

Icardi ku hafa verið bálreiður út í fyrrum eiginkonu sína en hann gistir í dag hjá vini sínum fyrir hnéaðgerð sem mun fara fram á morgun.

Wanda hafði þetta að segja um málið:

,,Ég leyfði honum að gista í húsinu af góðu hjarta eins og ég geri fyrir fyrrum eiginmann minn Maxi Lopez í hvert skipti sem hann kemur til Argentínu.“

,,Hann fékk að leigja húsið til 25. nóvember en eftir það þá þurfti ég á því að halda og hef mínar ástæður fyrir því.“

Wanda hefur fengið mikið skítkast fyrir þessa hegðun en hún og Icardi voru saman í níu ár og eiga þá saman þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á Semenyo

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á Semenyo
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“