fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Aron prófaði fyrst stera 17 ára gamall – „Út frá þessu fann ég fyrst fyrir andlegum veikindum af einhverjum þunga“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 1. desember 2024 09:00

Aron varar við steranotkun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Mímir Gylfason er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hann er annar helmingur vinsæla hlaðvarpsins Götustrákar.

Aron hefur alltaf verið opinn um sína fortíð og hvernig hann gekk í gegnum dimma dali til að komast á þann stað sem hann er í dag. Þegar hann var um sautján ára gamall byrjaði hann á sterum og fann fyrst fyrir miklum andlegum veikindum. Hann varar við steranotkun, sem hann segir því miður of algenga meðal ungra drengja.

Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, hægt er að horfa á hann í heild sinni hér og hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Aron hélst illa í vinnu þegar hann var í neyslu og liðu tvö ár þar sem hann var atvinnulaus og notaði alla daga. Til að fjármagna neysluna seldi hann stera og fíkniefni. Sjálfur notaði hann stera sem höfðu mikil áhrif á geðheilsu hans.

„Ég prófaði stera fyrst þegar ég var sautján, átján ára, ég vissi ekkert hvað ég var að gera,“ segir hann.

„Ég byrjaði að dæla fullt af hormónum í mig og svo hætti ég, ég vissi ekkert en maður á að fara á svona post cycle therapy þar sem þú tekur ákveðnar töflur til að koma hormónum í rétt stand aftur. Ég gerði það ekki og varð ógeðslega þunglyndur. Út frá þessu fann ég fyrst fyrir andlegum veikindum af einhverjum miklum þunga, það var út af sterum.“

Auðveldara að kaupa stera

Aron segist hafa tekið eftir því að steraneysla meðal ungra drengja undanfarin ár hafi aukist, enda sé auðvelt aðgengi í gegnum ákveðin forrit.

„Þegar ég var yngri þá var þetta ekki alveg svona auðvelt, en svo var byrjað að selja á Facebook, þá var mjög auðvelt að hitta á sala. Svo kom þetta Telegram, ég myndi segja að þetta hlýtur að vera að aukast ef eitthvað er, manni finnst þetta versna með tímanum,“ segir hann.

Sjá einnig: Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron Mímir Gylfason er gestur vikunnar í Fókus.

Undirheimarnir

Aron var sjálfur að selja stera og ýmis fíkniefni en var ekki djúpt sokkinn í undirheimana.

„Ég var aðallega í einhverjum litlum partýjum, en maður hitti auðvitað inn á milli svona gaura […] En ég myndi ekki segja að ég hafi verið djúpt inn í undirheimunum.“

Aron segir að það hafi gengið ágætlega fyrst um sinn þegar hann var að selja e-töflur en síðan var hann komst í krappan þegar hann byrjaði að selja kókaín, en hann neytti sjálfur efnisins og var háður því.

„Þá var maður að berjast við að vera á sléttu og með tímanum var maður orðinn svo kærulaus að maður fór að skulda og þetta fór einhvern veginn allt til fjandans. Ég held að það sé yfirleitt þannig,“ segir hann.

Aron ræðir þetta frekar í þættinum sem má horfa á hér og hlusta á Spotify.

Fylgdu Aroni á Instagram og smelltu hér til að fylgja Götustrákum og horfa á þættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Í gær

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Í gær

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Hide picture