Rosalegur rottufaraldur er á vinsælum veitingastað fyrir utan Old Trafford heimavöll Manchester United.
United Cafe er skreytt með litum rauðu djöflanna og staðsett í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá Old Trafford. Staðurinn er vinsæll á meðal aðdáenda sem eru að fara á leik.
Samkvæmt The Metro lokuðu eigendur staðarins sjálfviljugur eftir að hafa komist að því að staðurinn var fullur af rottum.
Hreinsun hefur farið í gang og á að koma í veg fyrir að rottugangurinn eigi sér aftur stað.
Heilbrigðisyfirvöld í Manchester tóku staðin út eftir að upp komst um rotturnar og voru á sama máli og eigendur að loka staðnum á meðan unnið væri að úrbótum.