fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fókus

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 14:47

Dómnefnd FKA Viðurkenningarhátíðar 2025 í stafrófsröð efst til vinstri: Ásgeir Ingi, Guðlaug Hrönn, Edythe, Hildur, Jón, Kristján og Rósa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Að vanda verða veittar viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. 

Dómnefnd skipuð sjö aðilum fer yfir allar tilnefningar og verða úrslit kynnt á FKA viurkenningarhátíðinni þann 29. janúar 2025 á Hótel Reykjavík Grand.  

Formaður dómnefndar er stjórnarkona FKA Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir eigandi Synia og hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjöf.  

Í dómnefnd með Guðlaugu Hrönn eru í stafrófsröð: 

Ásgeir Ingi Valtýsson markaðsséní og einn stofnanda Popp Up. 

Edythe Mangindin ljósmóðir og doktorsnemi, Fæðingarheimili Reykjavíkur.  

Hildur Petersen athafnakona sem sat í fyrstu stjórn FKA og er Þakkarviðurkenningarhafi FKA 2018. 

Jón Björnsson forstjóri Veritas og stjórnarmaður Boozt og Dropp. 

Kristján Kristjánsson fjölmiðlamaður og ráðgjafi, stýrir m.a. Sprengisandi á Bylgjunni.  

Rósa Kristinsdóttir sérfræðingur hjá VEX framtakssjóði, meðstofnandi Fortuna Invest. 

Hvaða kona/konur ættu að þínu mati að fá viðurkenningar FKA? 

FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi, atvinnulífinu og hægt er að tilnefna konur í einum flokki eða öllum til og með 21. nóvember nk. Konurnar sem tilnefndar eru þurfa ekki að vera félagskonur FKA heldur hvaðan sem er úr samfélaginu. Tilnefna má konur hér.

Dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.  

Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Alvotech FKA viðurkenningarhafi 2024, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja FKA þakkarviðurkenningarhafi 2024 og Inga Tinna Sigurðardóttir stofnandi Dineout FKA hvatningarviðurkenningarhafi 2024.
Mynd: Silla Páls
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála
Fókus
Í gær

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“
Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði