fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Fókus
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 13:48

Ragnheiður Lárusdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðabókin Veður í æðum, eftir Ragnheiði Lárusdóttur, er nýútkomin. Útgefandi er Bjartur. Er þetta fjórða ljóðabók höfundar en Ragnheiður hefur fengið góða dóma fyrir verk sín og hlaut árið 2020 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina 1900 og eitthvað.

„Bókin er nokkurs konar flétta af ljóðum um fíkn dóttur annars vegar, ásamt þeim vanda sem fylgir að vera móðir sem horfir á eftir efnilegri  og velgerðri dóttur  í  undirheima, og dásemdum lífsins hins vegar. Í miðri bók er svo ljóð um formæður mínar, sem er eins og kjarni bókarinnar. Þannig skiptast á erfið málefni og svo gleðin yfir að vera lifandi manneskja í náttúru og samfélagi. Eins og segir í texta á baksíðu bókarinnar er ljóðmálið beinskeytt og gengur ef til vill nærri sumum en það er þó hægt að anda og slaka á inni á milli,“ segir Ragnheiður í stuttu spjalli við DV.

Fyrri þrjár ljóðabækur Ragnheiðar fylgja síðan með í þessari. Fyrsta bókin 1900 og eitthvað kom út 2020. Sú bók er að stórum hluta bernskuminningar og uppvaxtarsaga. Næsta bók, Glerflísakriður, kom út 2021. Þar yrkir Ragnheiður um Alzheimer-veika móður sína og um erfiðan skilnað sem hún sjálf gekk í gegnum. Þriðja bókin Kona/spendýr er um kvenhlutverkið, hlutverk konu í heimi sem er hannaður af körlum fyrir karla.

Sjá einnig hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“