fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Gagnrýna trúfélag Tom Cruise – Eru ekki með leyfið í lagi

Pressan
Þriðjudaginn 29. október 2024 22:00

Tom Cruise. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega heldur Vísindakirkjan, Scientology, svokallað „Patron‘s Ball“ á Englandi. Þetta er samkoma þar sem bandaríski leikarinn Tom Cruise mætir alltaf en samkomunni er ætlað að hylla meðlimi Vísindakirkjunnar og auðvitað afla meira fjár til hennar. Á þessu ári á einnig að fagna 40 ára afmæli trúfélagsins.

En samkvæmt frétt Daily Mail þá er komið babb í bátinn hjá Cruise og félögum því svo virðist sem ekki hafi verið fengið byggingarleyfi fyrir tjaldið sem hátíðin fer fram í þetta árið.

Segir miðillinn að Mid Sussex District Council hafi gefið út tilkynningu um brot á byggingarlöggjöfinni þar sem tjaldið er of stórt.

Samkvæmt enskum lögum þá þarf tímabundin „bygging“ ekki byggingarleyfi ef hún er innan við 100 fermetrar og verður fjarlægð innan 28 daga.

En það er einmitt vandamálið því tjaldið er miklu stærra en 100 fermetrar og þess utan hefur það staðið mun lengur en 28 daga.

Karin Pouw, talskona Vísindakirkjunnar, sagði að ekki sé um brot á reglum að ræða. Vísindakirkjan eigi í góðu samstarfi við yfirvöld til að tryggja að farið sé að lögum og reglum og það mikilvægasta sé að tryggja öryggi þeirra mörg þúsund gesta sem sækja þessa árlegu hátíð í Bretlandi.

Venjulega sækja um 3.000 manns þessa hátíð og það verður að teljast ólíklegt að tjald, sem er innan við 100 fermetrar á stærð, geti tekið við svo miklum fjölda.

En ólíklegt er talið að málið muni hafa einhverjar afleiðinga fyrir Vísindakirkjuna því hún hefur 21 dag til að bregðast við bréfi yfirvalda og þar sem hátíðin fer fram á laugardaginn þá verður væntanlega búið að taka tjaldið niður áður en svarfresturinn rennur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni