fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fókus

Vegleg hrekkjavökudagskrá í Borgarbókasafninu í haustfríi grunnskólabarna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður fjölmargt um að vera á Borgarbókasafninu í haustfríi grunnskólanna dagana 24. – 28. október, þegar börnin líta upp úr skólabókunum og njóta samveru með vinum og vandamönnum í nokkra daga, áður en haldið er áfram menntaveginn fram að jólum.  

Hrekkjavakan er rétt handan við hornið og verður tekið forskot á sæluna með veglegri hrekkjavökudagskrá í Borgarbókasafninu. 

Hér er heildardagskrá haustfrísins, en dæmi um viðburðina í boði má kynna sér hér fyrir neðan. 

Í Gerðubergi verður hægt að skiptast á hrekkjavökubúningum í Fríbúðinni, föndra og búa til grímur fyrir hrekkjavökuna og í Spönginni er meðal annars boðið upp á að gera skuggaleikhús, fara í föndurratleik og skapa hrollvekjandi hrekkjavökuföndur. 

Í Grófinni gefst börnum svo tækifæri að búa til sitt eigið skrímsli með rit- og myndhöfundinum Alexöndru Dögg Steinþórsdóttur. 

Fjörið er aldrei langt undan í Borgarbókasafninu Sólheimum þar sem Sunna Dís Másdóttir stýrir stórskemmtilegu fjölskyldu- og vinakvissi og í Kringlunni eru Bingó og brandarar í boði samkvæmt venju.

 

Þau sem kjósa rólegri stund geta mætt í Úlfarsárdal í smiðjuna Perlur og morskóði þar sem myndlistakonan Anna Júlía Friðbjörnsdóttir kennir hvernig hægt er að skrifa skilaboð í morskóða með perlum.  

Hér er heildardagskrá hausfrísins   

Ókeypis er á haustdagskrá Borgarbókasafnsins líkt og á alla viðburði safnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“