fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Eiginmaður Mínervu barðist við krabbamein í tæp 6 ár – „Ég gleymdi sjálfri mér“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 10:30

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er reiði og mjög mikil kvíði fyrir framtíðinni, er ég að fara að missa hann eða er hann að fara að hafa þetta af? Er hann að fara að lifa þetta af? Kvíði og ótti og hræðsla sem kemur yfir mann.“

Svona lýsir Mínerva Gísladóttir tilfinningum sínum eftir að eiginmaður hennar greindist með briskrabbamein árið 2016.

„Við vorum í þessu verkefni, hann var að berjast við þetta í fimm og hálft ár sem endaði með að krabbameinið vann, Á meðan hann var veikur þá hlúði ég ekki að mér. Allur minn fókus fór í að hugsa um hann og styðja hann. Ég gleymdi sjálfri mér.“

Mínerva segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

Eftir þrjú og hálft ár var henni bent á ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins og segist Mínerva hafa fengið þar hvatningu og andlegan stuðning og allt sem hún þurfti og það hafi verið alveg frábært.

Hún segist hana heyrt mikið um manneklu og plássleysi niðri á Krabbameinsdeild sem og á Landspítalanum svo bara það að standa með sjálfri sér sé það sem skiptir mestu máli.

„Þessi reynsla hefur sýnt mér að maður þarf að nýta hverja stund sem maður fær og nýta allan þann tíma með okkar nánustu. Taka einn dag í einu og vera með í ferlinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“