

Framherjinn Rafa Mir er laus gegn tryggingu eftir að hafa verið í haldi fyrir að brjóta kynferðislega á tveimur konum.
Mir er ásakaður um að hafa ráðist að tveimur konum ásamt vini sínum en um er að ræða fyrrum leikmann Wolves og Nottingham Forest.
Mir hefur gefið frá sér tilkynningu eftir að hafa losnað en hann harðneitar öllum ásökunum og telur sig saklausan.
Spánverjinn er í dag á mála hjá Valencia á láni en hann er samningsbundinn Sevilla þar sem hann hefur verið frá árinu 2021.
Þessi 27 ára gamli leikmaður var handtekinn á sunnudaginn en konurnar hafa einnig lagt fram nálgunarbann eftir árásina.
Mir þarf að mæta fyrir framan dómara vikulega og má ekki yfirgefa Spán að svo stöddu áður en rannsókn málsins lýkur.
Mir og vinur hans Jara viðurkenna að hafa stundað samlíf með þessum umræddu konum en að það hafi gerst með þeirra samþykki.