fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

„Höfum brugðist fjölmörgum kynslóðum þar sem mörg hefðu getað átt tækifæri á miklu betra lífi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. september 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er staðan. Við skuldum börnum og höfum gert í áratugi. Við höfum brugðist fjölmörgum kynslóðum þar sem mörg hefðu getað átt tækifæri á miklu betra lífi en raunin varð. Og við höfum tapað alveg ótrúlega mörgum fyrir fullt og allt,

segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Í færslu á Facebook tekur hann fyrir hugtakið Innviðaskuld sem notað hefur verið síðastliðin ár. Segir Grímur orku langflestra kjörinna fulltrúa og lobbýista hafa farið í að hamra á innviðaskuldum í tengslum við vegakerfið og virkjanir. 

Það er sorglegt. Síðan deyr barn af völdum annars barns og þá er skipuð nefnd þriggja ráðuneyta og 450 milljón krónur settar í afvopnun barna. Það er enn sorglegra.

Innviðaskuld okkar við samfélag og velferð er eiginlega ekki hægt að kostnaðargreina, slíkar eru vanefndirnar. Áhugaleysi stjórnvalda á verkefninu hefur því miður verið skammarlegt í áratugi. Við þurfum líka öll að horfa í eigin barm og meðtaka að forgangsröðunin hefur verið röng og verðmætamatið skakkt. Efnishyggjan tók frá okkur dómgreind og færði okkur langt af leið.

Grímur rekur að hann hafi síðastliðin fimm ár í starfi sínu hjá Geðhjálp safnað gögnum um velferð og geðheilsu barna á Íslandi. 

Við höfum safnað gögnum og sett á læsilegt form og bent stjórnvöldum á blikkandi viðvörunarljósin og jafnframt bent á nýjar leiðir. Viðbrögðin hafa því miður helgast af þeirri staðreynd að málið er ekki raunverulegt forgangsmál á Íslandi. Því miður. Sala banka er það hins vegar eins og svo berlega kom í ljós þegar 3 milljarðar þóttu ásættanleg upphæð fyrir vinnu ráðgjafanna sem komu að sölunni. Á sama tíma voru settar 100 milljónir króna. í að bregðast við geðheilsuvanda barna í kjölfar COVID. 100 milljónir í börnin og 3 milljarðar í söluráðgjöf.

Grímur birtir með tvær myndir af stöðunni síðastliðin 10 ár. 

Þetta er ásamt fleiru birtingarmynd innviðaskuldarinnar.

Skuldina má líka sjá í tölum um sjálfsvíg sem dánarorsök barna yngri en 18 ára. Árin 2001 til 2005 var hún 1%. Árin 2016 til 2020 var hún 9%. 

Skuldina má einnig sjá í dánarorsökum í aldurshópnum 18 til 29 ára. Árið 2022 var sjálfsvíg dánarorsök í 35% tilfella og of stór skammtur 35% sömuleiðis. 18 af 26 einstaklingum sem dóu á þessum aldri þetta ár dóu af þessum orsökum. Og enn ein vísbendingin um þessa gríðarlegu innviðaskuld er að árið 2022 sögðust 20% stúlkna í 10. bekk vera ánægðar með líf sitt. Sama ár og við verðlaunuðum ráðgjafana með milljörðunum þremur.

Aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna

Þann 25. júní síðastliðinn kynntu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna. Með fjórtán aðgerðum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi.

Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að heildarkostnaður aðgerðanna er um 360 milljónir króna yfir tveggja ára tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga