fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fókus

Gengu aðeins of langt í sparnaði og komu sér í vandræði á Íslandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. ágúst 2024 08:49

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristina Rose og vinkona hennar voru að klára tveggja vikna ferðalag um Ísland. Þær leigðu sér lítinn húsbíl og spöruðu þar sem þær gátu, eins og að elda í stað þess að fara út að borða.

Þær gengu kannski aðeins of langt í sparnaði, eða svo sögðu þær þegar þær enduðu svangar í litlum bæ úti á landi þar sem engar veitingahús eða matvöruverslanir voru að finna.

„Við fundum einu matvöruverslunina í bænum. Þetta er sjálfsafgreiðsluverslun. Þetta er eini maturinn sem við höfum aðgang að. Þetta gerist þegar þú gerir aðeins of stranga fjárhagsáætlun fyrir ferðalagið,“ sagði Kristina Rose hlæjandi. Um er að ræða gamlan símaklefa sem var breytt í litla sjálfsafgreiðsluverslun á Reykhólum árið 2021.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@_kristinarose We ended up making oatmeal for dinner using our camping stove and oatmeal packets we brought from home 😅 #iceland #budgettravel #funny #travelvlog #campervan ♬ original sound – Kristina

Myndbandið hefur slegið í gegn og fengið yfir 1,4 milljónir áhorfa og yfir 117 þúsund manns hafa líkað við það.

En engar áhyggjur, þær fundu síðan Bónus verslun sem var opin og gátu keypt í matinn næsta dag.

@_kristinarose Replying to @Razzy_Razz ♬ original sound – Kristina

Í myndbandinu hér að neðan sýna þær húsbílinn sem þær leigðu.

@_kristinarose Spent 15 days travelling around iceland in this campervan 🥰 here is a little tour 🚐🇮🇸@Lava Car Rental #vanlife #iceland #travelvlog ♬ Pop Indie Rock – Aleksei Guz

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 1 viku

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 1 viku

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu