fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Segir að Pútín muni hefna sín grimmdarlega vegna innrásarinnar í Kúrsk

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 04:03

Pútín og Zelenskyy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín er „reiður og hugsanlega niðurlægður“ vegna óvæntrar innrásar Úkraínumanna í Kúrsk-héraðið í Rússlandi.

Þetta sagði breski hernaðarsérfræðingurinn Sean Bell í samtali við Sky News. Hann sagði að Pútín muni ekki fallast á neinar viðræður þar sem rætt verður um hertekin svæði, þrátt fyrir markmið Úkraínumanna þar um. Þess í stað muni hann takast á við málið af „miskunnarleysi“.

Hann sagði að núna hafi Pútín tvo kosti í stöðunni. Að gera það sem Úkraínumenn vilja helst að hann geri en það er að flytja hluta af bestu hersveitunum frá Donbas til Kúrsk eða þá að senda hersveitir frá landamærunum við Litáen og Krím til Kúrsk. Hann benti á að þessar hersveitir séu ekki bardagareyndar og muni ekki standast úkraínsku hersveitunum snúning.

Hvað varðar innrásina í Kúrsk sagði hann að Úkraínumenn hafi líklega ekki reiknað með að komast svona langt. Þeir hafi sent 1.000 hermenn af stað og líklega 20 skriðdreka. Síðan hafi þeir áttað sig á að það var nánast engin mótspyrna og á því hafi þeir grætt.

Bell sagði að Úkraínumenn hafi tvo valkosti í stöðunni: Annar er að reyna að halda hlutum af Kúrsk og eiga þá um leið á hættu að tapa þar. Hinn er að láta Pútín það eftir að giska á hvar við hin löngu rússnesku landamæri þeir muni láta til skara skríða næst og þvinga hann til að styrkja varnirnar á þeim en þannig geta þeir dregið úr styrk Rússa við fremstu víglínurnar í Úkraínu.

„Þetta virðist vera meistaralegt,“ sagði hann um innrás Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga