fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Sölvi horfði á ljósmyndara áreita kvenkyns sjúkraþjálfara í Fossvogi í gærkvöldi – „Áður en hann loks fór út á bílastæði og líklega inn í bíl“

433
Föstudaginn 16. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndara var vísað af velli í Fossvogi í gær þegar Víkingur og Tindastóll mættust í Bestu deild kvenna, sjúkraþjálfari Tindastóls sem er kvenkyns var að hlúa að meiddum leikmanni Tindastóls þegar áreitnin byrjaði. Frá þessu er sagt í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Víkingur vann öruggan sigur í leiknum.

Á Fótbolta.net er fullyrt að þessi ljósmyndari hafi verið á vegum Víkings sem átti heimaleik. „Ljósmyndara hér á vellinum hefur verið vísað af vellinum. Sjúkraþjálfari Stólanna var að labba fyrir aftan mark Stólanna þegar ljósmyndarinn byrjar að tala við hana og áreita hana. Dómarinn stoppar leikinn, hleypur í átt að honum og vísar honum í burtu. Þau áttu gott spjall eða smá rifrildi í u.þ.b. hálfa mínútu þegar hann loks fór,“ skrifar Sölvi Haraldsson fréttaritari Fótbolta.net í textalýsingu um leikinn.

Dómari leiksins var frá Danmörku og tók mjög hart á atvikinu í skýrslu um leikinn heldur Sölvi áfram að skrifa um þetta mál. „Klárlega þegar danski dómari leiksins vísaði ljósmyndara Víkings af velli. Markmaður Stólanna meiddist þegar aðeins minna en 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í fyrri hálfleiknum og honum fannst það ekki skemmtilegt. Hann hallaði sér að annarri stönginni á markinu og lét sjúkraþjálfarann heyra það. Eftir það elti hann sjúkraþjálfarann þegar hún var komin útaf og byrjaði að áreita hana heyrði ég úr mjög öruggri átt,“ skrifar Sölvi um málið.

Danski dómari leiksins ákvað að bregðast við þessu og fór í málið. „Dómarinn hljóp að honum (ljósmyndaranum) og vísaði honum af vellinum. Hann byrjaði að rífast þá við dómarann og neitaði að yfirgefa völlinn en þau rifust í líklega meira en hálfa mínútu áður en hann loks fór út á bílastæði og líklega inn í bíl. Frábærlega tæklað hjá danska dómaranum en svona hegðun er til háborinnar skammar. Þarna er sjúkraþjálfari, sem er að hlúa að markmanni Tindastóls sem var í alvörunni meidd heyrði ég, að vinna óeigingjarnt starf og því þarf að bera virðingu fyrir.“

Ljóst er að Sölva blöskraði málið en Víkingur var að vinna 4-0 sigur þegar ljósmyndara þeirra var vísað af velli fyrir áreitni. „Ekki nóg með það var Víkingur að leiða 4-0 og afhverju ætti þá einhver sem heldur með Víking að vera pirraður yfir þessu? Ef þú ætlar að fá að mynda leiki og fá þennan aðgang að vellinum átt þú að haga þér og bera virðingu fyrir þeim sem koma að leiknum. Mér finnst þessi hegðun bar alveg út í hött,“ segir í skýrslu Fótbolta.net um málið.

Telja má líklegt að málið hafi einhverja eftirmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga