fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

„Venjulega fólkið“ sem varð frumkvöðlar

Fjórir einstaklingar sem urðu milljónamæringar á eigin vöruhugmynd

Auður Ösp
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir elska að heyra sögur af fólki sem lét enga erfiðleika stoppa sig og tókst að skapa sinn eigin auð þrátt fyrir fátækt og erfiðleika. Þeir sem liggja á spennandi viðskiptahugmynd geta eflaust sótt hvatningu í frásagnir þessara einstaklinga sem allir byrjuðu með einfalda hugmynd að vöru en höfðu lítið sem ekkert fjárhagslegt bakland eða tengsl en listinn birtist upphaflega á heimasíðu Entrpreneur

Alicia Shaffer var þriggja barna móðir frá Kaliforníu sem hafði unun af því að prjóna og föndra. Hún byrjaði með litla síðu á Etsy sem er sölusíða fyrir handverksfólk og hönnuði sem kynna þar og selja vörur sínar. Innan þriggja ára var byrjuð að þéna að meðaltali 10 milljónir íslenskra króna á mánuði og fær yfir 150 pantanir á dag.

Johhny Ward ólst upp hjá einstæðri móður á Írlandi sem hefur grætt milljónir á því að ferðast um heiminn og skrifa um upplifanir sínar á bloggsíðu sinni. Tekjurnar hefur hann fengið í gegnum auglýsingar auk þess sem fyrirtæki greiða honum ef lesendur rata inn á síður þeirra í gegnum bloggið hans. Eftir því sem bloggið varð vinsælla lærði Johhny æ meira um markaðsetningu á netinu og stofnaði í kjölfarið ráðgjafaþjónustu sem hjálpar fyrirtækjum að færa sér netið í nyt.

Sara Blakely vann við að selja fax tæki og átti aðeins nokkur hundruð þúsund á sparireikningi sínum. Einn daginn þegar hún var að gera sig tilbúna til þess að fara í veislu klippti hún fæturna af sokkabuxum og klæddist innan undir buxunum svo þær yrðu þægilegri. Hugmyndin vatt upp á sig og framleiðir Sara í dag sokkabuxur og undirfatnað sem skilar henni mörgum milljónum í vasann á ári.

Þegar Rosanna Pansino var ung lærði hún allt um bakstur og matargerð af ömmu sinni en um árabil lét hún það nægja sem áhugamál að bera fram dýrindis rétti. Hún lærði leiklist og fékk þá flugu í höfuðið einn daginn að byrja með sína eigin matreiðsluþætti á Youtube til þess að verða um leið öruggari fyrir framan myndavélina. Hugmyndin átti heldur betur að vinda upp á sig en í kjölfarið varð til heimasíðan „Nerdy Nummies“ sem leiddi síðan til þess að Rosanna gaf út sínu fyrstu matreiðslubók. Hún er í dag ein ríkasta Youtube stjarnan eftir að hafa grætt á rúmlega 300 milljónir íslenskra króna árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs