fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Keypti sér íbúð í húsi þar sem leigjandi Félagsbústaða býr – Sér eftir því í dag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 15:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur sent frá sér úrskurð í máli manns sem fór fram á aðgang að gögnum Félagsbústaða hf. vegna kvartana sem hafa borist félaginu vegna leigjenda íbúðar í eigu þess. Keypti maðurinn sér íbúð í sama húsi og umrædd íbúð Félagsbústaða er og fór fram á að fá gögnin afhent til að nýta þau við að sækja mál á hendur seljenda íbúðarinnar fyrir að hafa leynt sig galla á íbúðinni sem felist í ítrekuðu ónæði af hálfu þessa leigjanda Félagsbústaða. Úrskurðaði nefndin Félagsbústöðum í vil sem þurfa því ekki að afhenda manninum gögn um kvartanir vegna leigjandans.

Maðurinn kærði synjun Félagsbústaða til nefndarinnar í janúar 2023. Félagsbústaðir synjuðu beiðni mannsins á grundvelli þess að óheimilt væri að afhenda gögn sem vörðuðu einkahagsmuni leigjenda félagsins.

Í úrskurðinum kemur fram að málið sé tilkomið vegna ágreinings milli mannsins, sem kaupanda, við seljanda íbúðarinnar. Ágreiningurinn snúist um mögulegan leyndan galla sem rekja megi til nágranna mannsins sem leigi íbúðina af Félagsbústöðum. Maðurinn hafi vitneskju um að kvart­anir hafi ítrekað borist Félagsbústöðum vegna leigjandans. Sagði maðurinn í kæru sinni að þar sem hann beri sönnunarbyrði fyrir því að selj­andinn hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína við sölu íbúðarinnar sé aðgangur að kvörtunum til Félagsbústaða lykil­atriði varð­andi það hvort ónæði hafi verið verulegt eða óverulegt á þeim tíma sem seljandinn fór með eign­arhald íbúð­arinnar.

Leigjendur Félagsbústaða í verri félagslegri stöðu

Í umsögn Félagsbústaða um kæru mannsins var meðal annars lögð áhersla á að leigjendur hjá félaginu séu þeir sem hafi fengið úthlutað félagslegu leiguhúsnæði vegna félagslegrar stöðu sinnar. Félagsbú­stað­ir hafi verið stofnaðir um húsnæði og þjónustu sem sveitarfélögum sé skylt að veita.

Enn fremur kom fram í umsögninni að sam­kvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sé starfsmönnum Félagsbústaða skylt að varð­veita málsgögn er varði persónulega hagi einstaklinga með tryggilegum hætti þannig að óviðkom­andi fái ekki aðgang. Þá sé starfsmönnum sem kynnst hafi einkamálum skjólstæðinga í starfi sínu óheim­ilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða for­ráða­manna hans.

Félagsbústaðir afhentu Úrskurðarnefndinni þau gögn sem maðurinn fór fram á að fá afhent. Í úrskurðinum segir að þar sé aðallega um að ræða samskipti á milli nafngreinds einstaklings og Félagsbústaða og varði stór hluti þeirra kvartanir viðkomandi vegna háttsemi nágranna hans, umrædds leigjanda. Nefndin leitaði til þessa einstaklings sem lagðist gegn því að gögnin yrðu afhent manninum sem fór fram á að fá þau. Hann væri þó tilbúinn að endurskoða þá afstöðu ef hægt væri að afmá persónuleg orð eða persónuupplýsingar úr gögnunum.

Persónulegar upplýsingar í gögnunum

Í niðurstöðu Úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir að í gögnunum komi fram margvíslegar upplýsingar um leigjandann og einstaklinginn sem átti í mestum samskiptum við Félagsbústaði vegna kvartana viðkomandi yfir háttsemi leigjandans. Í gögnunum komi m.a. fram persónulegar upplýsingar um fjölskyldur og heilsu­far þessara tveggja einstaklinga. Úrskurðarnefndin segir engan vafa leika á því að gögnin lúti að einka­málefnum þessara einstaklinga og að um sé að ræða einkamálefni sem sann­gjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.

Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að afhenda kaupanda íbúðarinnar, sem er í sama húsi og umrædd íbúð Félagsbústaða, hluta gagnanna með því að afmá persónuupplýsingar úr þeim sem ættu að fara leynt. Það sé einna helst vegna þess að hægt verði að tengja upplýsingar sem eftir standi við tiltekna einstaklinga.

Beiðni kaupandans um aðgang að gögnunum var því hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns