fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Ræddu holdarfar Ísaks og eru hissa á því hversu þéttur hann er – „Ég var í sjokki að sjá hann“

433
Þriðjudaginn 14. maí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Gunnarsson sparkspekingur Fótbolta.net var hissa að sjá líkamlegt atgervi Ísaks Þorvaldssonar sóknarmanns Breiðabliks á sunnudag þegar hann fór á völlinn.

Valur fór á sigur Breiðabliks gegn Fylki á sunnudag þar sem Ísak byrjaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. Ísak Snær er samningsbundinn Rosenborg en var lánaður til Blika í upphafi móts.

Líkamlegt atgervi Ísaks hefur oft komið til umræðu og undanfarnar vikur hefur það verið til umræðu í hinum ýmsu spjallþáttum.

„Bara ekki sérstaklega vel, hann er ekki í næginlega góðu standi,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net um ástandið á Ísaki í Innkastinu.

Valur sem er fyrrum markvörður Leiknis tók þá til máls. „Hann er í slæmu standi, þéttur á vellinum. Ég var í sjokki að sjá hann, hvíti búningurinn ekki að gera honum neitt þarna. Hann er í verra standi en ég átti von á,“ sagði Valur.

Valur skilur ekki hvernig Ísak bætir svona á sig þegar hann hefur það sem atvinnu að spila fótbolta.

„Ég skil ekki alveg hvernig hann getur dottið í þetta stand sem atvinnumaður, mér fannst hann í slæmu standi og hvíti búningurinn ekki að gera honum greiða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn