fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Færsla Þorsteins um fótboltastráka umdeild – „Þú ert að gera það sama og þeir gera sem níða kvenfólk eða kynþætti“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2024 12:48

Þorsteinn um fótboltastráka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður netmiðilsins Karlmennskunnar og samnefnds hlaðvarps, segir að fjöldi einstaklinga í menntakerfinu hafi kvartað undan fótboltastrákum í mörg ár. Hann tjáði sig um málið á X, áður Twitter, í gær eftir að fréttir bárust að Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hafi verið ákærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku.

„Vissuði að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur um allt land hafa kvartað undan sömu tegund af hópi í mörg ár? Fótboltastrákum.

Þarf ekki að skoða með róttækum hætti hvað veldur því? Svona sérstaklega kannski í ljósi allra kynferðis- og ofbeldisbrota sem hafa komið upp?“

Skrifaði Þorsteinn á X, áður Twitter, í gær. Færslan hefur vakið mikla athygli. Sumir gagnrýna Þorstein fyrir að alhæfa um alla fótboltastráka og fyrir að útskýra ekki nánar yfir hverju sé verið að kvarta.

Aðrir tóku undir með Þorsteini og sögðu meðal annars að menningin í fótbolta sé ólík öðrum íþróttum.

Þorsteinn svaraði gagnrýnendum og sagði viðbrögðin við færslunni segja ýmislegt. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, var meðal þeirra sem svaraði honum, en færsla Flosa hefur fengið 219 „likes“ á meðan upphaflega færsla Þorsteins hefur fengið 91 „likes.“

Fleiri sakaðir um kynferðisbrot

Fleiri íslenskir landsliðsmenn í knattspyrnu hafa verið sakaðir um kynferðisbrot.

Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Málið var fellt niður í febrúar þar sem héraðssaksóknara þótti ekki líklegt að það myndi leiða til sakfellingar. Niðurfellingin var kærð en Albert fékk að spila með íslenska landsliðinu á móti Ísrael í mars.

Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn þann 16. Júlí árið 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var sleppt úr haldi stuttu síðar en var úrskurðaður í farbann. Í apríl 2023 var niðurstaðan sú að hann yrði ekki ákærður og var laus allra mála.

Í ágúst 2022 staðfesti ríkissaksóknari niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli gegn Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Kona kærði þá fyrir hópnauðgun í Kaupmannahöfn sumarið 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli