fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 10:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. maí næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli manns sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Þinghald í málinu er lokað.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni og brot í nánu sambandi, en brotin áttu sér stað í fjölda skipta á árunum 2020 til 2021, á heimili mannsins og barnsins. Er maðurinn sagður hafa áreitt stjúpdóttur sína er hún var sjö til átta ára, þar sem hún lá við hlið hans í rúmi, strokið yfir bak hennar og bringu innanklæða og strokið og snert kynfæri hennar og rass innanklæða og í hluta skiptanna fróaði ákærði sér við hlið hennar.

Héraðssaksóknari segir að með þessu hafi hinn ákærði ógnað lífi, heilsu og velferð stúlkunnar. Er krafist þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd barnsins er gerð krafa um miskabætur upp á fimm milljónir króna.

Vænta má dóms í málinu snemma í júní.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga