fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
433Sport

Segir frá fundinum með Klopp sem var boðaður á óvenjulegum tíma

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 12:30

Klopp var hrifinn af vetrarfríinu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool segir frá því þegar Jurgen Klopp boðaði til fundar á óvenjulegum tíma, þá vissu leikmenn liðsins að eitthvað væri í vændum.

Klopp greindi þá frá því að hann væri að hætta sem þjálfari liðsins og það yrði opinberað innan tíðar.

„Þetta var skrýtið því við fundum aldrei á þessum tíma, við komum inn á æfingasvæði um tíu og svo er kannski fundur um 12 fyrir æfingu,“ sagði Trent í viðtali við Gary Neville.

„Á þessum degi vorum við boðaðir á fund 09:30, þetta er í fyrsta sinn sem við fundum á þessum tíma. Það eru allir mættir í klefann og horfa í kringum sig og velta fyrir sér hvað sé í gangi.“

„Hann sagðist bara vilja láta okkur vita og að hann væri að hætta.“

„Hann sagðist ekki geta tekið annað tímabil, en að hann hefði orku í að klára tímabilið,“ sagði Trent en framtíð hans virðist í lausu lofti þar sem samningur hans rennur út eftir eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tuchel kominn langt í viðræðum við Bayern en setur fram kröfur

Tuchel kominn langt í viðræðum við Bayern en setur fram kröfur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford í stríði við stuðningsmenn United fyrir leik í gær – Sjáðu myndbandið

Rashford í stríði við stuðningsmenn United fyrir leik í gær – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur og Ceferin funduðu í Bangkok – Þetta fór þeirra á milli

Þorvaldur og Ceferin funduðu í Bangkok – Þetta fór þeirra á milli