fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Keypti vin sinn en vann ekki heimavinnuna – ,,Hann hafði enga hugmynd“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli árið 2006 er fyrrum leikmaður Manchester United, Dwight Yorke, var fenginn til Sunderland á Englandi.

Yorke er 52 ára gamall í dag en hann lék með Sunderland í þrjú ár eftir stutta dvöl hjá Sidney í Ástralíu.

Það var fyrrum samherji Yorke, Roy Keane, sem fékk leikmanninn til Sunderland en hann hafði tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu.

Yorke var lengi framherji sem leikmaður United og hélt Keane að hann væri enn að spila í sókninni árið 2006.

Yorke hafði þó skipt um stöðu og var orðinn djúpur miðjumaður en hann lék þar með landsliði sínu sem og Sidney.

,,Ég spilaði djúpur á miðjunni fyrir Trinidad gegn Englandi á heimsmeistaramótinu,“ sagði Yorke.

,,Ég var fyrirliði liðsins og sá um að spila aftarlega á miðjunni. Það var ekki of erfitt, ég fékk boltann, hélt honum og gaf svo á leikmann sem gat hlaupið hraðar!“

,,Roy Keane hafði ekki hugmynd um að ég væri búinn að breyta um stöðu, hann hélt að ég væri ennþá að spila í tíunni.“

,,Þegar þú spilar í þessum gæðaflokki er það hins vegar pirrandi staða því liðsfélagar þínir sjá ekki sendinguna nógu fljótt til að framkvæma hana; ég ákvað í staðinn að færa mig aftar og taka frekari þátt í leiknum.“

,,Hann hafði í raun ekki hugmynd um að ég væri nú að spila þessa stöðu bæði fyrir landsliðið sem og í Ástralíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi