fbpx
Föstudagur 26.september 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund

Eyjan
Laugardaginn 9. mars 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil óeining er ríkjandi á stjórnarheimilinu. Vinstri grænir kenna Sjálfstæðismönnum um ófarir sínar í skoðanakönnunum. Sjálfstæðismenn kenna VG á móti um öll vandamálin í útlendingamálum, orkumálum og vaxtamálum. Framsóknarflokkurinn er eins og skilnaðarbarn í óhamingjusömu hjónabandi og siglir bil beggja í þögulli meðvirkni.

Stjórnarflokkarnir halda uppi öflugri stjórnarandstöðu með þessari stöðugu ólund. Leiðtogar og óbreyttir liðsmenn eru í fýlu  og endurteknar niðurdrepandi skoðanakannanir kynda undir þessari óánægju. Það er útilokað að ímynda sér pólitíska sigra eða stemmingu í kringum þessa óhamingjusömu pólitíkusa sem vinna af alefli gegn sjálfum sér.

Sama ólundin er reyndar í kringum Landspítalann. Nýr spítali er að rísa við Hringbraut. Verkfræðingar segja að mörg þúsund tonn af steinsteypu hafi farið í þessa byggingu. Enginn skilur þessar tölur en þetta mun vera mikil steypa. Þrátt fyrir það eru allir óánægðir með nýja spítalann áður en hann er fokheldur og finna honum allt til foráttu.

Á spítalanum eru nefnilega allir í fýlu og tala um hörmungarástand á bráðamóttöku og biðlistum.  Sjúklingar eru ekki velkomnir á þessa stofnun. Engan langar til að vinna á spítalanum vegna fráflæðisvanda og manneklu . Daglegar fréttir berast frá læknum að allt sé í kaldakoli og stöðugu neyðarástandi og þeir sjálfir bæði að brenna út og kulna.

Ég fékk sjálfur verk fyrir hjartað á dögunum en þorði ekki á Bráðamóttökuna. Verkurinn gekk yfir en vandamál Landspítalans minnka ekki. Boðskapurinn er að einungis dauðvona fólk sé velkomið á bráðamóttökuna. Aðrir geta farið á heilsugæsluna eða setið heima.

Bæði spítalann og stjórnmálaflokkana vantar jákvætt fólk til að bæta ímynd þessara stofnana. Það er ekki eðlilegt að enginn vilji kjósa ákveðna flokka eða leita sér hjálpar á bráðamóttöku vegna ólundar og fýlupokastjórnunar. Það þarf að kenna fólki að hætta að tala sjálft sig niður!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
24.08.2025

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
EyjanFastir pennar
23.08.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna