fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Bandaríski herinn vill koma aftur til Reykjanesbæjar

Hafa óskað eftir fjármagni til þess að útbúa skýli undir P-8A Poseidon eftirlitsflugvéla

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 20:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski herinn hefur óskað eftir fjármagni til þess að koma sér upp aðstöðu á gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli samkvæmt bandaríska hertímaritinu Stars and Stripes.

Um er að ræða tímabundið eftirlit P-8A Poseidon eftirlitsflugvéla til þess að fylgjast með kafbátaumferð um Atlantshafið.

Herinn hefur nú eftirlit með þessu sama svæði með því að senda flugvélar frá Sikiley á Ítalíu.

Ef marka er frétt fjölmiðilsins, sem er málgagn hersins, þá hefur herinn óskað eftir fjármagni til þess að uppfæra stöðina á Íslandi. Þá segir í greininni að nú sé aðeins áhugi á því að hafa hér tímabundið eftirlit, en það gæti þó breyst.

Eins og kunnugt er þá fór herinn af landi brott árið 2006 eftir að fókus hersins beindist að Mið-Austurlöndum. Nú hefur það breyst með miklum væringum í kringum Rússland.

Ekkert er að finna um málið á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.

Í frétt sem RÚV birti í september á síðasta ári kom fram að bandarísk stjórnvöld hafa viðrað þá skoðun við íslensk yfirvöld að í ljósi breytts öryggisumhverfis gæti verið ástæða fyrir Bandaríkjamenn að auka viðveru bandarísks liðsafla hér á landi.

Engar viðræður hefðu þó átt sér stað milli ríkjanna tveggja á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“