fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

56% hafa áhyggjur af hávaða í vinnunni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2024 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem að allt að 56% starfsfólks hafi áhyggjur af hávaða og öðrum skarkala í vinnunni og telji að hann komi niður á framleiðni þeirra. Þá skiptir máli að vera með réttu vinnuheyrnartólin.

Eins og flestir vita getur truflun í vinnunni verið ýmis konar, hvort sem viðkomandi er staddur í heimavinnu, er á ferðinni eða í opnu rými á skrifstofunni. Þeir sem vinna heima geta orðið fyrir truflun gæludýra eða annarra á heimili, aðrir truflast auðveldlega af tali vinnufélaga eða af umhverfishljóðum svo dæmi séu tekin, að því er fram kemur í grein hjá Poly, sem sérhæfir sig framleiðslu hljóð- og myndlausna. 

„Til þess að stuðla að jafnvægi í vinnurýmum hafa fyrirtæki í vaxandi mæli gert starfsfólk kleift að velja sér heyrnartól sem henta þeim fyrir mismunandi aðstæður, en ávallt er mælt með því að þau búi yfir hljóðvörn til þess að draga úr óþarfa hljóðum, tryggja einbeitingu og bæta samtöl hvort sem þau eru yfir síma eða myndsímtöl,“ segir Gísli Þorsteinsson vörustjóri HP Poly lausna hjá Opnum kerfum. 

„Í heimavinnu eða í opnu rými þarf starfsfólk heyrnartól sem ýta frá hljóðum sem koma frá öðru fólki eða umhverfinu,“ segir Gísli. „Fyrir fólk á ferðinni er mikilvægt að geta haft hljóðeinangrandi heyrnartól sem eru jafnframt með vindvörn og hljóðnema sem ýta frá mismunandi bakgrunnshljóðum allt eftir því hvar viðkomandi er staddur hverju sinni.“

Aukinheldur þarf að vega og meta hverju sinni hvort notandi þurfi heyrnartól á eyrun, yfir eyrun eða tappa. Allar þessar þrjár gerðir eru ólíkar.

  •       Heyrnartól yfir eyrun eru best þegar kemur að því að einbeita sér að einstökum verkefnum án þess að verða fyrir truflun.
  •       Heyrnartól á eyrun, hvort sem þau eru mónó eða steríó, eru góð fyrir þá sem taka mörg símtöl í vinnunni því þau eru létt og þægileg og gera notanda mögulegt að hafa þau á eyrunum   allan daginn. Þau geta líka verið með hljóðvörn. 
  •       Tappana er auðvelt að hafa í eyrunum allan daginn því þeir eru léttir og þægilegir. Þeir búa engu að síður yfir hljóðvörn og draga úr vindi og bakgrunnshljóðum. Þeir eru sérlega góðir fyrir þá sem eru mikið á ferðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum