fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Bandamaður Pútíns opnar stríðið upp á gátt – „Hvar eigum við að stoppa“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. febrúar 2024 04:29

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rétt rúmum tveimur árum hafa yfirlýst markmið þeirra með innrásinni breyst hvað eftir annað. Í viðtali sem rússneska ríkisfréttastofan Tass tók við Dmitry Medvedev, fyrrum forseta Rússlands og núverandi varaformann rússneska öryggisráðsins, í síðustu viku, er óhætt að segja að hann opni stríðið upp á gátt.

Miðað við ummæli Medvedev þá mun stríðið hugsanlega ekki eingöngu verða háð innan landamæra Kherson, Zaprorizzjzja, Luhansk, Donetsk og Krím, sem Rússar hafa nú þegar innlimað ólöglega. Rétt er að hafa í huga að Rússar eru ekki með full yfirráð yfir þessum svæðum að Krímskaga undanskildum.

„Hvar eigum við að stoppa? Ég veit það ekki. Út frá því sem ég segi (um að búa til öruggt hlutlaust svæði, innsk. blaðamanns) verðum við að leggja hart að okkur. Verður það Kyiv? Já, kannski verður það Kyiv. Ef ekki núna, þá kannski síðar, örugglega á öðrum tímapunkti í þróun þessa stríðs,“ sagði Medved.

Hann er þekktur fyrir að ganga langt með ummælum sínum, meðal annars með því að tala um kjarnorkustríð við Vesturlönd. Hann veitist oft að Vesturlöndum og NATO þegar hann skýrir áhuga sinn á Kyiv, sem hann segir vera rússneska borg.

„Þrátt fyrir að Kyiv sé rússnesk borg, þá er hún undir stjórn alþjóðlegs hóps, undir forystu Bandaríkjanna, andstæðinga Rússlands. Allir sem gegna ábyrgðarstöðum þar, eru samviskulausir leppar eða óttast framtíð landsins eða hvaða tækifæri bjóðast. Allar ákvarðanir eru teknar hinum megin við Atlantshafið og í höfuðstöðvum NATO. Það er augljóst og þess vegna verðum við hugsanlega einnig að taka Kyiv,“ sagði hann.

Ummæli hans falla vel að þeim efasemdum sem margir vestrænir sérfræðingar hafa um varanlega friðarsamning við Rússa. Þessir efasemdarmenn telja að Rússar hafi ekki einungis í hyggju að hernema fyrrgreind héruð, þeir vilji leysa Úkraínu upp sem ríki og í kjölfarið muni þeir hugsanlega beina sjónum sínum að öðrum ríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga