fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Húsvörður í hjólastól bugaður eftir að sendill frá Amazon réðist á hann – Myndband

Pressan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 17:30

Til harðra átaka kom á milli mannanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir húsvörð í fjölbýlishúsi í Notting Hill-hverfinu í London verða fyrir líkamsárás starfsmanns Amazon hefur vakið talsverða athygli í bresku pressunni.

Maðurinn sem um ræðir, Ramin Razzaghi, notast við hjólastól eftir vinnuslys en hann lenti í átökum við sendil Amazon-fyrirtækisins á dögunum þegar hinn síðarnefndi kom með pakka til íbúa í húsinu.

Mail Online ræddi við Razzaghi um atvikið og var hann gráti næst þegar hann lýsti atvikinu fyrir blaðamanni. Segist hann vera í andlegu áfalli og þar að auki með líkamlega áverka.

Forsaga málsins er sú að Razzaghi hefur áður lent í útistöðum við umræddan sendil þar sem hann hefur átt það til að skilja pakkana eftir í anddyri íbúðarhússins eða við lyftuna í stað þess að fara með pakkana til umræddra íbúa sem bíða eftir þeim.

Áður en til fyrrnefndra átaka kom hafði Razzaghi beðið sendilinn kurteisislega um að skilja pakkana ekki eftir í anddyrinu. Segir Razzaghi að sendillinn hafi tekið vel í það en síðan skutlað pökkunum á borðið og skilið þá eftir þar eins og hann er vanur að gera.

Razzaghi reyndi að stöðva sendilinn til að ræða við hann en sá brást ókvæða við. „Hann var mjög hrokafullur og kjaftfor,“ segir hann.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi kom til harðra átaka og skiptust Razzaghi og sendillinn á höggum.

Átökin færðust síðan út fyrir húsið þar sem vegfarendur reyndu að skilja þá að. Razzaghi hélt í fætur sendilsins sem átti í stökustu vandræðum með að losa sig. Ætlaði Razzaghi að halda honum þar til lögregla kæmi á vettvang.

„Svo kom einhver aftan að mér og reyndi að toga mig í burtu. Ég hélt að viðkomandi ætlaði að hjálpa mér en svo byrjaði hann bara að berja mig þar sem ég lá í götunni,“ segir hann.

Atvikið varð þann 15. febrúar síðastliðinn og segist Razzaghi enn vera að jafna sig. „Ég er í tilfinningalegu, andlegu og líkamlegu uppnámi,“ segir húsvörðurinn sem slasaðist meðal annars á kjálka og á rifbeinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“