fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Sjúkrabíll fauk út af veginum

Björgunarsveitir stóðu í ströngu í gær þar sem björgunarsveitarmenn komu ferðamönnum og sjúkraflutningamönnum til aðstoðar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkrabíll á leið yfir Oddskarð fauk útaf veginum um klukkan 21:00 í gær og sat þar fastur að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitin Brimrún frá Eskifirði fór á staðinn og aðstoðaði við að ná sjúkrabílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða.

Síðar um kvöldið var tilkynnt um fastan bíl við Bláa Lónið, þar var ferðafólk í vanda. Einnig var bátur að losna frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri.

Þar fauk landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir.

Erlendir ferðalangar sátu fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Á fimmta tug björgunarmanna hafa komið að þessum aðgerðum.

Ofsaveður er á Vestfjörðum og verður fram til klukkan 9 eða 10. Þetta segir í athugasemd veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar í morgun. Þar segir að ofsaveðrið nái einnig inn á vestanvert Norðurland en upp úr hádegi muni lægja talsvert.

Á meðan verður þó áfram heldur hvasst, 15 til 20 m/s, um landið vestanvert ásamt því að nokkuð dimm él munu verða á Vestur – og Suðvesturlandi.

Færð á vegum landsins er nokkuð í samræmi við veðrið. Víða er hálka og fjallvegir eru að stórum hluta ófærir að svo stöddu, sérstaklega á Vestfjörðum og á Norðurlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun