fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Gerðu drónaárás á rússneska olíubirgðastöð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 08:00

Mynd frá árás Úkraínu á eldsneytisbirgðastöð í Belgorod í Rússlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn gerðu drónaárás á olíubirgðastöð í Volgograd, sem er um 600 km frá úkraínsku landamærunum, fyrir helgi. Stöðin er í eigu olíurisans Lukoil. Eldur kom upp í stöðinni en ekki hafa borist upplýsingar um hversu miklar skemmdir urðu á henni.

Þetta var ekki fyrsta árás Úkraínumanna á skotmörk langt frá úkraínsku landamærunum. Í janúar gerðu þeir árás á olíubirgðastöð við Sankti Pétursborg sem er um 1.200 km frá úkraínsku landamærunum. Nokkrum dögum síðar var röðin komin að olíubirgðastöð í Klintsy í vesturhluta Rússlands.

Í tengslum við árásirnar í janúar sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við Jótlandspóstinn að þetta séu snjallar árásir hjá Úkraínumönnum en ákveðin áhætta fylgi þeim.

„Það getur verið snjöll taktík hjá Úkraínumönnum að ráðast á skotmörk í Rússlandi. Þeir geta vonast til að það breyti sýn rússnesks almennings á stríðið ef þeir flytja það til Rússlands. Kreml hefur jú sagt Rússum að þeir eigi bara að lifa lífinu eins og venjulega og Kremlverjar muni sjá um „hina sérstöku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu,“ sagði hann.

Rússar hafa oft svarað árásum af þessu tagi með hörðum árásum á borgir í Úkraínu og það er áhættan sem fylgir árásum af þessu tagi að sögn Splidsboel Hansen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga