fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Ólína slapp með skrekkinn í gær

Fókus
Laugardaginn 3. febrúar 2024 15:00

Ólína Þorvarðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður og núverandi forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, greinir frá því á Facebook síðu sinni að í gær hafi hún og eiginmaður hennar, Sigurður Pétursson sagnfræðingur, ásamt hundi þeirra lent í afar miklum hríðarbyl á leið til Ísafjarðar með þeim afleiðingum að bíll þeirra fór út af veginum. Öll sluppu þau ómeidd:

„Segi ekki mínar farir sléttar – en er þó heil á húfi og við hjónin bæði ásamt Vaski – eftir að hafa misst bílinn útaf í þeim glórulausasta öskuhríðarbyl sem ég hef á ævi minni lent í. Jamm, rétt eftir að við komum niður af Steingrímsfjarðarheiði á leið til Ísafjarðar í kvöld. Við sáum ekkert, stikan horfin og á sekúndubroti, búmm! Útaf.“

Fengu þau far með öðrum bíl til Ísafjarðar en urðu að skilja sinn bíl eftir. Til stendur að draga bílinn upp á veg í dag.

Ólína er að vonum ánægð með að ekki fór verr:

„Jamm … allt getur gerst. Ég þakka bara fyrir að vera heil á húfi.“

Í athugasemdum við færsluna spyr maður nokkur Ólínu hvort að ekki hafi verið varað við ferðalögum á þessum slóðum vegna yfirvofandi illviðris og segir að alltaf verði að fylgjast með náttúrunni.

Ólína svarar því til að þau hjónin séu ekki fædd í gær. Þau hafi kynnt sér veðurspána og verið vel útbúin enda hafi vegir verið opnir, enginn þæfingur eða ófærð en hins vegar eingöngu blinda á þessum tiltekna kafla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli