fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Trump dæmdur til að greiða 11 milljarða í bætur – Er hann borgunarmaður?

Eyjan
Mánudaginn 29. janúar 2024 04:42

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var Donald Trump dæmdur til að greiða rithöfundinum E. Jean Carrol 83 milljónir dollara í bætur, þetta svarar til rúmlega 11 milljarða íslenskra króna. Í kjölfar dómsins hafa spurningar vaknað um hvort Trump sé borgunarmaður fyrir þessu?

Upphæðin er óvenjulega há, meira að segja á bandarískan mælikvarða. Spurningin er því hvort og þá hvernig Trump getur greitt bæturnar en þær var hann dæmdur til að greiða fyrir ærumeiðingar í gær Caroll.

Bruce Green, lagaprófessor við Fordham háskólann, segir að í þessu tilfelli sé sú óvenjulega staða uppi að sá dæmdi eigi þær 83 milljónir dollara sem hann var dæmdur til að greiða. The New York Times skýrir frá þessu.

Trump beið ekki boðanna eftir dómsuppkvaðninga og lýsti því yfir á samfélagsmiðlum að hann muni áfrýja dómnum sem hann segir vera „hlægilegan“.

Áfrýjun er þekkt lagaleg taktík sem Trump hefur notað áður og er almennt notuð í Bandaríkjunum. Áfrýjun getur haft langvarandi lagalegt reiptog í för með sér.

Ef Trump áfrýjar dómnum þá verður hann að greiða tryggingu sem er hluti af þeirri upphæð sem hann var dæmdur til að greiða í bætur.

Málið sjálft snýst um að Trump hefur neitað að hafa nauðgað Caroll í mátunarklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman í New York um miðjan tíunda áratuginn. Caroll setti þá ásökun fram 2019 en þá var Trump forseti.

Trump hefur alltaf vísað þessari ásökun á bug og hefur sagt frásögn Caroll vera „hreina og klára lygi“ og tilraun til að sverta forsetaframboð hans. Út frá þessu hófst ærumeiðingamálið.

Stór hluti af auði Trump er bundinn í fasteignum. Hann er auðugur, að minnsta kosti á pappírunum, en þarf væntanlega að selja eignir til að geta greitt bæturnar. Hann er ekki óvanur því að selja úr eignasafni sínu. Í maí 2022 seldi hann International Hotel í Washington til fjárfestingahóps. Hann fékk 375 milljónir dollara fyrir hótelið en stóð uppi með 100 milljónir þegar búið var að greiða upp áhvílandi lán á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Lofa að skrifa aldrei undir lög er varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Lofa að skrifa aldrei undir lög er varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör