fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Skilaboðum lekið sem setja framhjáhaldið umtalaða í nýtt samhengi – Þetta sendi hún nokkrum vikum áður en stjarnan barnaði hana

433
Mánudaginn 15. janúar 2024 21:30

Walker og Annie Kilner, eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum miðlum sendi Lauryn Goodman skilaboð á vin sinn þar sem hún sagðist ætla að „rústa“ hjónabandi Kyle Walker og Annie Kilner nokkrum vikum áður en hún varð ólétt af barni knattspyrnumannsins.

Kilner, eiginkona Walker, sem er á mála hjá Manchester City, fer fram á skilnað eftir að hafa fengið skilaboð á öðrum degi jóla um að hann ætti tvö börn með sömu konunni, Goodman.

Walker og Kilner hafa lengi verið gift og eiga þrjú börn saman en Kilner hefur fyrirgefið Walker ýmislegt. Walker yfirgaf hana í stutta stund árið 2019 og barnaði þá Goodman en Kilner tók aftur við honum.

Walker var svo gómaður nokkrum sinnum við að halda framhjá Kilner og svo virðist sem hann hafi barnað Goodman aftur.

Skilaboð sem Goodman sendi á vin hefur nú verið lekið í fjölmiðla. Sendi hún þau í júlí 2022. Auk þess að segjast ætla að rústa hjónabandinu skrifaði hún einnig: „Spurðu hann (Walker) hvort hann vilji hitta mig aftur. Ég er til í barn númer tvö.“

Þremur mánuðum seinni varð Goodman ólétt eftir leynilegan hitting með Walker. Fæddi hún dóttur í júlí og svo virðist sem Walker sé faðirinn.

Eldra barn þeirra er þriggja ára og er frá stuttu sambandi Goodman og Walker á meðan samband knattspyrnumannsins og Kilner var á ís. Þau byrjuðu svo aftur saman en nú er Kilner búinn að sparka bakverðinum knáa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur