fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Messi enn einu sinni að sækja fyrrum félaga?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi gæti sameinast enn einum fyrrum liðsfélaga frá tíma sínum í Barcelona hjá núverandi liði sínu, Inter Miami.

Argentíska goðsögnin gekk í raðir bandaríska félagsins í fyrra og í kjölfarið fóru þangað Sergio Busquets og Jordi Alba, sem áður léku með honum hjá Barcelona.

Í desember var svo Luis Suarez, annar fyrrum liðsfélagi Messi hjá Börsungum, kynntur til leiks hjá Inter Miami.

Nú segir spænski miðillinn Marca að Inter Miami hafi mikinn áhuga á Philippe Coutinho.

Coutinho er í eigu Aston Villa en er sem stendur á láni hjá Al-Duhail í Katar.

Coutinho varð einn dýrasti leikmaður sögunnar þegar Barcelona keypti hann af Liverpool árið 2018 fyrir 142 milljónir punda. Hann stóð hins vegar aldrei undir verðmiðanum.

Nú gæti Brasilíumaðurinn flutt til Bandaríkjann en Marca segir jafnframt að fleiri félög þar í landi séu áhugasöm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Í gær

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“
433Sport
Í gær

Laugardalsvöllur lítur glæsilega út – Myndband

Laugardalsvöllur lítur glæsilega út – Myndband
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Fórnin var ansi stór, ég er ekki að gera þetta að gamni mínu“

Arnar Gunnlaugs: „Fórnin var ansi stór, ég er ekki að gera þetta að gamni mínu“
433Sport
Í gær

Buddan míglekur hjá Ratclif­fe – Fellur hratt niður listann um ríkasta fólk Bretlands

Buddan míglekur hjá Ratclif­fe – Fellur hratt niður listann um ríkasta fólk Bretlands