fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Sádar bauluðu hressilega á leikmann Real Madrid í gær – Hann neitaði svo að gera þetta eftir leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var baulað hressilega á Toni Kroos, leikmann Real Madrid, í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins í gær.

Real Madrid vann 4-1 sigur á Barcelona í leiknum en hann fór fram í Sádi-Arabíu.

Kroos er ekki sá vinsælasti í landinu eftir að hann gagnrýndi leikmenn í sumar sem færu í deildina þar á besta aldri.

Fjöldi stjarna hefur haldið til Sádí undanfarið. Kroos sagðist skilja eldri leikmenn en ekki þá sem væru á hátindi ferilsins.

Fyrir þetta uppskar Kroos mikið baul í leiknum og eftir hann.

Eftir leik fengu allir leikmenn Real Madrid bol. „Meistarar,“ stóð aftan á honum en það var einnig texti á arabísku. Kroos var sá eini sem fór ekki í bolinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur