fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Jakob Franz er mættur í Val – Gerir langtímasamning

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2024 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir Vals. Félagið staðfesti þetta fyrir skömmu en kappinn skrifar undir fjögurra ára samning.

Jakob kemur frá ítalska félaginu Venezia en hann hafði verið orðaður við KR, þar sem hann var áður.

„Jakob Franz er þannig leikmaður að þegar við sáum að það var möguleiki að fá hann vorum við ekki í neinum vafa. Hann er í grunninn bakvörður en getur leyst fleiri stöður t.d. í hjarta varnarinnar og sem djúpur á miðjunni, ekkert ósvipað því hlutverki sem Hlynur Freyr sinnti hjá okkur á síðasta tímabili. Þrátt fyrir ungan aldur er Jakob með heilt tímabil í efstu deild með KR þar sem hann spilaði frábærlega. Jakob Franz gæti orðið lykilmaður hjá okkur næstu árin,“ segir Arnar Grétarsson þjálfari Vals.

Jakob er uppalinn hjá Þór á Akureyri, á 51 leik í meistaraflokki og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Hann hefur verið hluti af sterku U-21 árs landsliði Íslands.

„Umhverfi hjá Val er þannig að ég trúi því að ég geti haldið áfram að bæta mig sem leikmann og þróast í rétta átt. Hérna eru gæða leikmenn í öllum stöðum bæði inni á vellinum og í þjálfarateyminu,“ segir Jakob

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“